„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“ Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 22:47 Guðlaugur Þór Þórðarson sat fyrir svörum á Bessastöðum í dag. Stöð 2 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína. „Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira
„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Sjá meira