Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2021 06:39 Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum eða takmarka komur vegna Ómíkrón. AP/Hiro Komae Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins. Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins.
Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira