Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 08:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki duga að afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann fékk sömuleiðis Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug heldur mikið upp á. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira