Bein útsending: Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:30 Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Amnesty Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó í dag milli klukkan 12 og 13. Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni. Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni.
Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira