Biðja hæstarétt að snúa ógildingu dóms yfir Bill Cosby við Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2021 23:28 Bill Cosby var látinn laus eftir tveggja ára fangelsisvist. Bastiaan Slabbers/Getty Images Saksóknarar í máli Bills Cosby hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa ákvörðun Hæstaréttar Pennsylvaníu, um að ógilda fangelsisdóm yfir honum, við. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm leikarans Bills Cosby í júní síðastliðnum. Hann hafði þá mátt dúsa í fangelsi í tvö ár. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu vegna tæknilegra atriða sem ekki töldust samræmast reglum dómstóla í ríkinu. Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur ríkisins taldi að vitnisburðir þeirra vitna hafi haft ólögmæt áhrif á kviðdómendur í málinu. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Ákvörðunin gefi hættulegt fordæmi Samkvæmt frétt AP er það seinni ógildingarástæðan sem saksóknar telja ranga. Eina sönnunargagnið um meint samkomulag saksóknarans Bruce Castors og Cosbys, sé fréttatilkynning þar sem hann hafi tilkynnt að ekki væru til staðar næg sönnunargögn til að sakfella Cosby. Saksóknarar telja verulegan vafa vera uppi um að samkomulag hafi yfir höfuð verið til staðar. Þá segja þeir það gefa hættulegt fordæmi að fréttatilkynning sé talin næg sönnun fyrir tilvist samkomulags um að meintur brotamaður njóti varanlegrar friðhelgi. Kevin Steele, saksóknari Montgomerysýslu, segir úrskurð Hæstaréttar Pennsylvaníu vera óverjanlega ákvörðun. Hún muni valda holskeflu áfrýjana í sakamálum, verði henni ekki hnekkt. „Ákvörðunin, verði henni leyft að standa, mun hafa víðtæk áhrif út fyrir Montgomerysýslu og Pennsylvaníu. Hæstiréttur Bandaríkjanna getur leiðrétt það sem við teljum alvarlegt óréttlæti,“ segir Steele. Talsmaður Cosbys segir Steele vera haldinn þráhyggju yfir máli leikarans og að markmið hans sé að þóknast „MeToo-skrýlnum“. Lögmenn leikarans hafa statt og stöðugt haldið því fram að mál hans hefði aldrei átt að koma fyrir dómstóla þar sem hann hafi hlotið friðhelgi með samkomulagi við fyrrverandi saksóknara. Að sögn AP tekur Hæstiréttur Bandaríkjanna einungis eitt prósent þeirra mála sem hann er beðinn um skoða til meðferðar. Því sé það Steele borin von að fá málið tekið upp á æðsta dómstigi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mál Bill Cosby Hollywood Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira