Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 08:22 Bjarni Benediktsson kynnir frumvarp til fjárlaga í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira