„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja rauða spjaldið fara of oft á loft í Olís-deild karla. Stöð 2 Sport „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti