Jóhann beið lægri hlut en sleppur við lögfræðikostnað í Saknaðarmáli Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 14:06 Jóhann Helgason hefur staðið í málaferlum vegna líkinda Saknaðar og You Raise Me Up síðustu ár. Vísir/Rakel Ósk Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason beið lægri hlut í höfundarréttarmáli sínu gegn norska tónlistarmanninum Rolf Løvland og bandarísku tónlistarrisunum Universal, Warner og Peer Music. Hann mun þó ekki þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði stefnda vegna málsóknarinnar. Þetta kemur fram í dómi áfrýjunardómstóls í Los Angeles sem féll í gær og Viðskiptablaðið greinir frá. Málflutningur fór fram í Los Angeles fyrr í mánuðinum, en Jóhann stefndi á sínum tíma Løvland og tónlistarrisunum vegna líkinda Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland sem naut gríðarlegra vinsælda í flutningi Josh Groban, þar sem Jóhann vildi meina að um lagastuld væri að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýjuðu málinu til áfrýjunardómstóls. Í dómnum kemur fram að Jóhanni hafi ekki tekist að hrekja sérfræðigreiningu Dr. Lawrence Ferrara, vitnis stefnda í málinu, með sannfærandi hætti, en Ferrera taldi ekki mikil líkindi vera með lögunum tveimur. . Dómurinn taldi hins vegar að Jóhann ætti ekki að greiða lögmannskostnað varnaraðila í málinu – rúmar 40 milljónir króna – þar sem málarekstur Jóhanns hafi ekki verið metin óréttmæt. Lagið Söknuður kom út árið 1977 en You Raise Me Up árið 2001. Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. 16. nóvember 2021 21:36 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi áfrýjunardómstóls í Los Angeles sem féll í gær og Viðskiptablaðið greinir frá. Málflutningur fór fram í Los Angeles fyrr í mánuðinum, en Jóhann stefndi á sínum tíma Løvland og tónlistarrisunum vegna líkinda Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland sem naut gríðarlegra vinsælda í flutningi Josh Groban, þar sem Jóhann vildi meina að um lagastuld væri að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýjuðu málinu til áfrýjunardómstóls. Í dómnum kemur fram að Jóhanni hafi ekki tekist að hrekja sérfræðigreiningu Dr. Lawrence Ferrara, vitnis stefnda í málinu, með sannfærandi hætti, en Ferrera taldi ekki mikil líkindi vera með lögunum tveimur. . Dómurinn taldi hins vegar að Jóhann ætti ekki að greiða lögmannskostnað varnaraðila í málinu – rúmar 40 milljónir króna – þar sem málarekstur Jóhanns hafi ekki verið metin óréttmæt. Lagið Söknuður kom út árið 1977 en You Raise Me Up árið 2001.
Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Bandaríkin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. 16. nóvember 2021 21:36 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. 16. nóvember 2021 21:36
Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15