Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2021 10:16 Bólusetningabíllinn er hugsaður fyrir óbólusetta og ekki er boðið upp á örvunarskammta í bílnum. „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira