Meiri aðsókn í örvunarbólusetningu í þessari viku Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 18:14 Rúmlega átta þúsund manns mættu í örvun í gær. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksins fór vel af stað í vikunni en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt í vikunni. Framkvæmdasjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu segir mætinguna hafa verið vonum framar og bíður spennt eftir næstu viku. Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mikil aðsókn hefur verið í örvunarbólusetningu í Laugardalshöllinni undanfarna daga en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt síðastliðna þrjá daga, í þriðju viku bólusetningarátaks yfirvalda. Metfjöldi mætti til að mynda í örvunarbólusetningu í gær, eða rúmlega átta þúsund manns. „Þetta gekk bara vonum framar, það voru yfir sjö þúsund á mánudaginn, yfir átta þúsund í gær og svo voru yfir fimm þúsund í dag, en það voru samt bara boðaðir tvö þúsund í dag þannig það voru þrjú þúsund sem komu aukalega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það var meiri aðsókn í þessari viku, þetta hefur stigmagnast svolítið greinilega. Kannski er það umræðan um omíkron og fleira sem hefur haft þau áhrif að fólk er mögulega meðvitaðra og drífur sig í bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Einnig verður bólusett í höllinni á morgun og hinn, og hafa um þúsund manns verið að mæta þá daga að sögn Ragnheiðar en um er að ræða einstaklinga sem komust ekki á boðuðum tíma.„Svo er það bara síðasta vikan í næstu viku og þá er það loka hnykkurinn,“ segir Ragnheiður. „Það eru líklega ekkert svo margir sem við boðum í næstu viku, ég held að það séu um tíu þúsund manns á mánudeginum og svo einhver nokkur þúsund á þriðjudeginum og þá er það líklega bara upp talið,“ segir Ragnheiður en hún segir að miðvikudagurinn verði líklegast opinn dagur fyrir þá sem eru komnir á tíma og eiga enn eftir að mæta. Eftir að átakinu lýkur verður þó áfram bólusett með örvunarskömmtum en ekki er enn ákveðið hvar þær bólusetningar fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Heilsugæsla Tengdar fréttir Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16 Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ 1. desember 2021 10:16
Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. 29. nóvember 2021 18:01
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35