Ingibjörgu Sólrúnu blandað í ævintýralegt samsæri Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra 2007-2009, en samkvæmt andstæðingum hennar í Írak nýtti hún völd sín eftir embættistíð til að hafa áhrif á gang mála í Úkraínu. Twitter Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er lykilmaður í samsæri Sameinuðu þjóðanna um að stela kosningunum í Írak, ef marka má urmul samsæriskenninga á netinu. Hún hendir gaman að og segist dást að sköpunargleði höfundanna. Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak. Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Í myndbandi sem gengur manna á milli á íröskum samfélagsmiðlum er máluð upp nokkuð sérkennileg mynd af ferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Vikið er að embættistíð hennar á Íslandi, störfum hennar fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en ekki síst er dregin upp þátttaka hennar í kosningaeftirliti í Úkraínu fyrir nokkrum árum. Út frá þeim störfum er spunninn meintur þáttur hennar í appelsínubyltingunni þar árið 2004, hún er sögð hafa hvatt til mótmæla í deilunum um Krímskagann og látið að því liggja að hún hafi samið við Rússa um það landsvæði árið 2014. Myndbandið er satt að segja hálfgert skemmtiefni og má sjá hér: „Ég tek þetta ekkert alvarlega. Þetta er bara spuni. En það sem vakti aðallega athygli mína er allt þetta myndefni. Hvar grófu þeir þetta upp? Rosalega leggja þeir mikið á sig,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Þingkosningar fóru fram í Írak 10. október og sú sjíablokk fór með afgerandi sigur sem ekki er hliðholl stjórnvöldum í Íran. Á meðal hlutverka Sameinuðu þjóðanna í Írak er, að ósk íraskra stjórnvalda, að aðstoða við skipulag þingkosninga og að fylgjast með framkvæmdinni á kjördag. وزيرة خارجية ايسلاندا السابقة ومسؤولة الملف الانتخابي في العراق pic.twitter.com/E2Tgscs5vh— (سيدمحمد الحسيني) كحيلان العراقي 313✌ (@TYUaQKpLdv4zEm6) November 27, 2021 „Af því að Sameinuðu þjóðirnar eru svona sýnilegar í kringum kosningarnar er miklu auðveldara að benda á þær og segja: Það er ykkur að kenna að við töpuðum. Það er talað um kosningasvindl og að kosningunum hafi verið stolið en það eru engin haldbær rök,“ segir Ingibjörg. Áróðurinn breytir því ekki að sögn Ingibjargar að kosningarnar nú fóru betur fram en þær hafa gert frá árinu 2003. „Ég veit hvenær ég sé góðar kosningar og hvenær slæmar kosningar. Engar kosningar fullkomnar, ekki einu sinni þótt Íslendingar hafi kannski talið sínar kosningar vera það, kom í ljós að svo var ekki. Þessar kosningar voru ekki fullkomnar, það voru ákveðin vandkvæði, en þetta voru góðar kosningar,“ segir Ingibjörg, sem er stödd í Írak.
Sameinuðu þjóðirnar Írak Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. 15. janúar 2021 21:00