Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 22:20 Verið er að raðgreina sýni úr þeim sem talinn er hafa smitast af afbrigðinu. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51