Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Óðinn Gestsson skrifar 2. desember 2021 11:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti því upp í nýlegri grein á Vísi hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þeirri spurningu er bæði rétt og skylt að svara og byrjum því á að fara yfir nokkrar staðreyndir sem virðast vefjast fyrir forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Hér eru nokkrar staðreyndir um raunveruleika lítilla fyrirtækja á Íslandi sem starfa í raunhagkerfinu við framleiðslu á sjávarafurðum: Verðbólga í Evrópu hefur sjaldan verið meiri og í Bandaríkjunum mælist hún um 6%. Þrýstingur er á verðlagshækkanir vegna þessa, og vegna mikilla verðhækkana á hrávöru, orku og eldsneyti. Fyrirtækin skulda meira en heimilin. Vaxtahækkanir munu því auka vaxtakostnað fyrirtækja. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði hafa keyrt húsnæðiskostnað upp. Hækkun á launum kemur illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem aðföng hækka í verði um leið og laun hækka. Laun hækkuðu um 10,8% á milli áranna 2019 og 2020, en tekjurnar jukust um 0,2%. Það gengur því ekki að hækka laun ítrekað og mun það á endanum fara illa, nema eitthvað annað komi til. Fyrirtækin bregðast að einhverju leyti við hækkandi kostnaði með aukinni tæknivæðingu sem leiðir til fækkunar á störfum. Erlendir samkeppnisaðilar við vinnslu sjávarafurða búa við lægra launahlutfall en þeir íslensku. Verksmiðja í ESB landi, sem reiðir sig á styrkjakerfi sambandsins við fjárfestingar í húsnæði og tækjum, notar starfsfólk frá Austur-Evrópu og greiðir 500 evrur í lágmarkslaun á mánuði. Íslensk fyrirtæki greiða að lágmarki 2.500 evrur í mánaðarlaun, eða fimm sinnum hærri laun. Hér er vert að hafa í huga að verið er að framleiða vöru fyrir sama markað og í mörgum tilfellum er fiskurinn íslenskur á báðum stöðum. Það sér hver maður sem kýs að sjá, að samkeppni af þessu tagi mun leiða til þess að vinnsla á íslensku sjávarfangi fer halloka. Vinnslan gæti, ef illa fer, færst úr landi og hefur í raun, að hluta til, gert það. Lítil íslensk fyrirtæki eru verðmæt fyrir Ísland, sérstaklega landsbyggðina. Það er því skammgóður vermir að keyra þau í kaf með innistæðulausum launahækkunum sem eru úr takti við framleiðslu og verðmætaaukningu sem ekki er sjálfgefin. Það að taka alltaf árangur tuttugu stærstu fyrirtækja landsins og nota sem mælikvarða á það hvort svigrúm sé í kerfinu fyrir launahækkunum er einfaldlega röng nálgun. Það verður að taka tillit til stærðar fyrirtækja en tæplega 90% fyrirtækja í landinu eru lítil- eða meðalstór. Þess vegna er afar mikilvægt að stíga varlega til jarðar, svo að fyrirtækjum verði ekki gert að taka á sig innistæðulausar launhækkanir, sem leiða til verðbólgu, vegna velgengni fyrirtækja sem þau eiga ekkert skylt við. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun