Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 2. desember 2021 13:01 Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun