Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2021 18:07 Angela Merkel og Olaf Scholz, sem er fyrir aftan hana, funduðu með forsætirsráðherrum Þýskalands í dag og komust þau að samkomulagi um harðar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu Covid-19 þar í landi. AP/John Macdougal Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35