Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 08:15 Mennirnir voru gripnir eftir að þeir gripu tvær úlpur úr verslun Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi. Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi.
Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16