Fleiri spurningar en svör Drífa Snædal skrifar 3. desember 2021 13:00 Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar