Fleiri spurningar en svör Drífa Snædal skrifar 3. desember 2021 13:00 Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun