Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Tinni Sveinsson skrifar 3. desember 2021 15:33 Í Hetjum norðurslóða má finna myndir og sögubrot af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Vísir/RAX Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00