Vísindamenn neita því að bólusetningar ýti undir hjartavandamál íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 11:01 Samherjar Christan Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann eftir að Eriksen fór í hjartastopp gegn Finnlandi á EM í sumar. Eriksen var ekki bólusettur. Stuart Franklin/AP Undanfarið hefur borið á að leikmenn og stuðningsfólk í hinum ýmsu íþróttum hafi hnigið til jarðar á meðan leik eða æfingu stendur. Ástæðan er nær alltaf tengd hjartavandamálum viðkomandi á einn eða annan hátt. Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira