Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 20:04 Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn á öllum vesturhluta landsins og miðhálendinu. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter. Veður Strætó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Veður Strætó Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira