Hópurinn, sem kallast People V Preds eða PVP birti skjáskot sem eiga að vera samskipti Cacioppio og þess sem þóttist vera, og sagðist vera, fimmtán ára gamall drengur. Samskipti þessi fóru fram í gegnum forritið Grindr, sem er stefnumótaforrit og að mestu notað af hinsegin fólki.
Samkvæmt skjáskotunum skiptust þeir á myndum og ræddu um kynlíf.
Í myndbandinu sem um ræðir sést maður ganga upp að Cacioppo, sem var klæddur í bol merktum PlayStation 5. Hann hafði unnið hjá Sony í rúm átta ár.
Myndatökumaðurinn kallaði Cacioppo „Jeff“ og spurði hvern hann ætlaði að hitta. Við það gekk Cacioppo inn í hús sitt og neitaði að svara spurningum myndatökumannsins sem öskraði þá að Cacioppo hefði mælt sér móts við fimmtán ára dreng og að hann ætlaði að hringja á lögregluna.
CNET leitaði svara hjá Sony vegna myndbandsins en miðlinum barst það svar að vitað væri af myndbandinu og að viðkomandi hefði verið rekinn.
PVP segir myndbandið og skjáskot hafa verið send til saksóknara í San Diego í Bandaríkjunum, þar sem Cacioppio býr, en þeir hafa ekki svarað fyrirspurnum. Í samtali við Kotaku segir talsmaður PVP að lögreglan starfi þó sjaldan með þeim og því þurfi að birta myndbönd og aðrar upplýsingar opinberlega.
„Þá tekur internetið við,“ sagði talsmaðurinn.