Takk kæra þjóð Einar Hermannsson skrifar 7. desember 2021 10:30 Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn. Með ykkar framlagi getum við tryggt heilsársopnun árið 2022 á göngudeildum okkar og eftirmeðferðastöð á Vík. Sjálfsaflarfé sem SÁÁ safnar á hverju ári skilar sér beint í meðferðarstarfið og gerir okkur kleift að bjóða uppá meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir. Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sagði í viðtali við upphaf jólaálfasölunnar að slíkt framtak væri mikilvægt og að almennt gengi vel að afla sjálfsaflarfé hjá SÁÁ svo og öðrum almennaheilasamtökum. Það eru orð að sönnu en breytir ekki þeirri staðreynd að árlega greiðir SÁÁ að stærstum hluta þær 300 milljónir króna sem nauðsynlegar eru fyrir 600 innlagnir á Vog og viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn.Hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá nýrri fjárlaganefnd að tryggja það fé til reksturs SÁÁ enda næg önnur verkefni sem samtökin greiða fyrir með sjálfsaflarfé að fullu eða að hluta til. Má þar m.a. nefna sálfræðiþjónustu barna, meðferð við spilafíkn, eftirmeðferðastöðina á Vík, sem er skilgreind sem dagdeild hjá Sjúkratryggingum Íslands en er í raun 28 daga innlagnarmeðferð, fjarþónusta sem er mjög mikilvæg þeim sem búa úti á landi, og menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa sem er eina menntunin innan heilbrigðisgeirans sem ríkið greiðir ekki fyrir. Ég hef þá trú að með sameiginlegu átaki þjóðar,alþingis og fagfólks getum við því gert miklu betur. Munum að sjúkdómurinn hefur ekki bara áhrif á þann sem glímir við hann heldur einnig fjölskyldu hans, vinnu og heilbrigðis- félagskerfið. Ég óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Jólaálfakveðja, Einar Hermannsson Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar