Reynir að samræma þingstörfin embætti forseta bæjarstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2021 12:12 Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið. vísir Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi ætlar að láta reyna á hvort hann geti jafnframt haldið áfram að gegna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Fimm mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári. Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Guðbrandur Einarsson var kjörinn á þing fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir Beina leið sem er í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Samfylkingunni sem Guðbrandur var lengi fulltrúi fyrir. Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana við fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar sem koma til fyrstu umræðu eftir hádegi. Guðbrandur er áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd fyrir Viðreisn og situr í efnahags- og viðskiptanefnd sem fær tekjufrumvörpin til sín. Hann ætlar að skoða á næstu vikum hvort hann geti haldið áfram að sinna embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson nýkjörinn þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi er jafnframt oddviti Beinnrar leiðar óg forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.viðreisn „Eins og allir vita er það að sitja í sveitarstjórn hlutastarf. Flestir eru að gera það meðfram annarri vinnu. Við erum að halda bæjarstjórnarfundi klukkan fimm á daginn þegar þeir eru haldnir. Þannig að í flestum tilvikum getur maður samræmt þetta annarri vinnu. Þannig að ég ætla bara að skoða hvernig þetta muni ganga í framhaldinu,“ segir Guðbrandur. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag í hvernjum mánuði þannig að það er fundur í dag og væntanlega einnig þriðjudagin 21. desember. Á sama tíma geta þingfundir staðið fram á kvöld, sérstaklega rétt fyrir jól. Guðbrandur segist ekki ætla að láta bæjarmálin koma niður á þingstörfum enda er þingmönnum skylt að sækja bæði þing- og nefndarfundi. Það verði kallaður inn varamaður í bæjarstjórn ef á þurfi að halda. „Þetta er auðvitað mikið núna fram að áramótum af því fjárlagagerðin er í fullum gangi. Svo verður maður bara að skoða málin í framhaldinu.“ Þú sinnir ekki bæjarstjórn á meðan? „Nei, ég fæ nú reyndar að hlaupa heim í dag til að mæta á bæjarstjórnarfund. Við erum að klára fjárhagsáætlunargerðina okkar fyrir næsta ár. Við klárum það á fundi klukkan fimm í dag,“ segir Guðbrandur. Óvissa ríki um hvort Bein leið bjóði aftur fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor sem hann hafi verið oddviti fyrir. „Það verður alla vega skoðað að bein leið dragi sig í hlé og Viðreisn fari af stað. En það er auðvitað bara mál sem verður skoðað með hækkandi sól,“ segir Guðbrandur Einarsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjanesbær Viðreisn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira