Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 11:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki skynsamlegt að bjóða upp á hlaðborð eins og staðan er núna. Vísir/Vilhelm Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. Hundrað og tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tæpur helmingur þeirra sem greindist var í sóttkví. Tuttugu og einn liggur nú inni á sjúkrahúsum á landinu með Covid-19 en ellefu þeirra eru óbólusettir. Fimm eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann hefði viljað sjá. „Við erum að sjá svona hópsýkingar koma upp og þá einkum í tengslum við til dæmis jólahlaðborð og því um líkt eins og við höfum lýst áður. Það virðist vera töluvert mikill áhættuþáttur. Þannig við höfum verið að hvetja og viljum hvetja þá sem eru að standa fyrir svona samkomum að kannski að reyna að standa ekki fyrir hlaðborðum heldur reyna að afgreiða frekar í sæti.“ Hann segir svipað uppi í gangi á hinum Norðurlöndunum. „Við að fá líka svona upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum um stórar hópsýkingar í kjölfarið og til dæmis í Noregi þar sem þetta ómíkron-afbrigði er að koma upp í akkúrat í svona stöðu. Þannig þetta virðist vera töluverður áhættuþáttur og við erum að sjá aukningu á þessu ómíkron-afbrigði.“ Hér á landi hefur fjölgað í hópi þeirra sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar. „Við erum komin upp í tuttugu tilfelli sem hafa greinst og þau tengjast útlöndum. Þetta er sem sagt þetta Akranessmit sem tengist útlöndum og svo eru fólk sem er að koma frá Þýskalandi og frá Danmörku og frá Írlandi. Þannig að þetta er svona sama sagan og á hinum Norðurlöndunum líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Hundrað og tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tæpur helmingur þeirra sem greindist var í sóttkví. Tuttugu og einn liggur nú inni á sjúkrahúsum á landinu með Covid-19 en ellefu þeirra eru óbólusettir. Fimm eru á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann hefði viljað sjá. „Við erum að sjá svona hópsýkingar koma upp og þá einkum í tengslum við til dæmis jólahlaðborð og því um líkt eins og við höfum lýst áður. Það virðist vera töluvert mikill áhættuþáttur. Þannig við höfum verið að hvetja og viljum hvetja þá sem eru að standa fyrir svona samkomum að kannski að reyna að standa ekki fyrir hlaðborðum heldur reyna að afgreiða frekar í sæti.“ Hann segir svipað uppi í gangi á hinum Norðurlöndunum. „Við að fá líka svona upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum um stórar hópsýkingar í kjölfarið og til dæmis í Noregi þar sem þetta ómíkron-afbrigði er að koma upp í akkúrat í svona stöðu. Þannig þetta virðist vera töluverður áhættuþáttur og við erum að sjá aukningu á þessu ómíkron-afbrigði.“ Hér á landi hefur fjölgað í hópi þeirra sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar. „Við erum komin upp í tuttugu tilfelli sem hafa greinst og þau tengjast útlöndum. Þetta er sem sagt þetta Akranessmit sem tengist útlöndum og svo eru fólk sem er að koma frá Þýskalandi og frá Danmörku og frá Írlandi. Þannig að þetta er svona sama sagan og á hinum Norðurlöndunum líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira