Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2021 12:05 Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í hartnær sextán ár. Vísir/AP Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“ Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“
Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira