Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 23:30 Ásmundur var ekki sáttur með að fá á sig mark eftir hornspyrnu og úr ódýrri vítaspyrnu í kvöld. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi. „Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira