Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 23:30 Ásmundur var ekki sáttur með að fá á sig mark eftir hornspyrnu og úr ódýrri vítaspyrnu í kvöld. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi. „Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira