Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Eiður Þór Árnason skrifar 9. desember 2021 23:00 Málið komst upp á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46