Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:31 Frá vettvangi í Dalsseli í ágúst. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24