Mikilvægt að við kennarar stýrum umræðunni um menntamál á Íslandi Guðný Maja Riba skrifar 10. desember 2021 14:00 Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun