Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. desember 2021 18:55 Rústir Mayfield Consumer Products kertaverksmiðjunnar í Mayfield. AP/Timothy D. Easley Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30