Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 11:31 Nærmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu samkvæmt nýrri tillögu. Efla Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús. Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús.
Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira