Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. desember 2021 14:03 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka um helgina. Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira