Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2021 12:39 Íslandsbanki gaf íslensku þjóðinni 203 listaverk í vor og er nú óskað eftir formlegri heimild til að taka við gjöfinni. Vísir/Vilhelm Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands. Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa. Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Greint var frá því í vor að hluthafafundur bankans hafði ákveðið að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Ríkissjóður tók við gjöfinni áður en að 35 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka var boðinn til sölu í sumar. Samkvæmt gjöfinni fær Listasafn Íslands afhent 152 verk af þeim 203 sem voru í eigu bankans, en bankinn sjálfur mun samkvæmt vörslusamningi við Listasafnið varðveita 51 listaverk sem hanga í útibúum og höfuðstöðvum bankans í ákveðinn tíma. Segir í frumvarpi til fjáraukalaga að óskað sé eftir sérstakri heimild vegna gjafarinnar þar sem ríkisaðilum sé óheimilt að þiggja gjafir sem feli í sér viðvarandi útgjöld fyrir ríkissjóð án heimildar. Ljóst sé að kostnaður mun falla á listasafnið við varðveislu og geymslu þessara listaverka og er því óskað eftir formlegri heimild til að þiggja gjöfina. Í samtali við Vísi segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands, að vinna við að flokka og skrá verkin standi nú yfir. Þjóðargersemar að komast í eign almennings Árið 2009 var gerð skýrsla um listaverkasafn íslensku bankanna og voru þau meðal annars flokkuð í flokka. Í fyrsta flokki þá voru metin þau verk sem teldust til þjóðargersema sem ættu heima í Listasafni Íslands, listasafni þjóðarinnar. Gjöf bankans til íslenskra ríkisins felur í sér verk í öllum flokkum en gjöfin er stórmerkileg að sögn Hörpu. „Ég myndi segja að þetta væri nokkuð góður hluti af íslenskri listasögu á 20. öld,“ segir Harpa. Má þar finna verk eftir Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran og Jón Stefánsson svo dæmi séu tekin. Vinna stendur nú yfir að flokka og skrá verkin sem teljast til gjafarinnar eins og fyrr segir en þau eru mörg hver varðveitt á einum stað. Hefur Listasafnið fengið aðgang að geymslustaðnum. Harpa segir það mjög ánægjulegt að fá þessi verk í eign almennings. „Bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að það hafi gengið eftir þessar óskir um að verkin færu í eign almennings,“ segir Harpa.
Menning Íslenskir bankar Myndlist Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Söfn Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira