Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2021 14:00 Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun