Rósa hefur verið bæjarstjóri frá því 2018 þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann yfirburðasigur í kosningunum og fékk fimm fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn.
Rósa sóttist ein eftir því að leiða flokkinn í kosningunum fyrir fjórum árum og hlaut góða kosningu í fyrsta sætið. Fjórir gáfu aftur á móti kost á sér í annað sæti listans. Prófkjörið fór fram í mars fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt bæjarstjóra í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ á kjörtímabilinu sem er að líða. Breytingar eru fram undan í Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi þar sem Haraldur Sverrisson, Gunnar Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir hafa ákveðið að segja skilið við hlutverkið.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, staðfesti við fréttastofu á dögunum að hann biði áfram fram krafta sína í Kópavogi en þar hefur hann verið bæjarstjóri frá árinu 2012.