Vantar 1,5 milljarða í vegina til að standa við kosningaloforðin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2021 22:44 Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kynntur á Kjarvalsstöðum þann 28. nóvember síðastliðinn. Vilhelm Gunnarsson Fimmtánhundruð milljóna króna gat er í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að unnt sé að ráðast í þá vegagerð sem samgönguáætlun mælir fyrir um. Innviðaráðherra neitar því að þetta þýði niðurskurð. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00