Breytt hugsun stjórnenda Bragi Bjarnason skrifar 15. desember 2021 09:31 Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Bragi Bjarnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun