Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. desember 2021 17:53 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka síðustu helgi. vísir Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu en málið er nú í rannsókn. Einn hefur verið tekinn í skýrslutöku vegna málsins en óljóst er hve margir standa að baki félaginu. Fjórir eru skráðir í stjórn þess. Eins og Vísir greindi frá síðasta mánudag virðist engin starfsemi hafa verið í gangi hjá félaginu frá því að það var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná í neinn stjórnarmeðlim þess. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Krafan sem Vonarneisti sendi í heimabanka fjölda Íslendinga hljómaði upp á 2.490 krónur en slíkar valkröfur eru alls ekki óalgengar frá góðgerðafélögum, sérstaklega rétt fyrir jól. Einhverjir greiddu kröfuna frá Vonarneista en óljóst er hve margir gerðu það áður en þær voru fjarlægðar úr heimabönkum. Óljóst er hvað verður af þeim pening en það er erfitt fyrir lögreglu að taka á málum sem þessum þar sem lagaumhverfið í kring um góðgerðafélög og starfsemi þeirra er ekki mjög skýr. Slíkar kröfur eru sendar í gegn um fjármálastofnanir en samkvæmt heimildum fréttastofu átti Vonarneisti í viðskiptum við Sparisjóð Höfðhverfinga og komu kröfurnar þaðan. Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá sparisjóðnum um helgina og í vikunni vildi hann ekki bregðast við málinu og vísaði alfarið á lögreglu. Hér er hægt að lesa um valkröfur. Allir sem fá valkröfur geta auðvitað eytt þeim úr heimabankanum sínum.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira