Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2021 19:20 Borgarstjóri og háskólarektor voru hæstánægðir með dagsverkið og binida miklar vonir við Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar í húsinu Norðurslóð Kristinn Ingvarsson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson. Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þar verður jafnframt framtíðarheimili Hringborðs norðurslóða, Artic Circle og miðstöð um norðurskautsmál í breiðum skilningi. Borgarstjóri segir að þar geti skapast tækifæri til að gera Reykjavík að alþjóðlegri miðstöð loftslagsrannsókna. Hversu hratt á þetta að rísa? „ Nú veltur þá svolítið á Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjármögnunin verður að mörgu leyti á hennar hendi. En ég held að allir aðilar málsins hafi fullan hug á því að þetta gerist hratt og vel,“ segir Dagur. „ Já ég tek undir það. Þetta er eiginlega fyrsta skrefið. Lóðin er komin. Þá er bara sett upp áætlun um hvernig þetta getur orðið . Þar á meðal að fá fjárfesta að þessu máli. En ég vil endurtaka að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri," segir Jón Atli. „Það er bæði mikilvægt og spennandi fyrir borgina að Hringborð norðurslóða fái heimili í Vatnsmýrinni. Jafnframt skapast tækifæri til að byggja upp klasa rannsókna og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar í nálægð við Vísindagarða, Öskju og nýja stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar,“ segir borgarstjóri. Jón Atli segir mikil tækifæri og samlegð í því að Norðurslóð rísi á svæði Háskóla Íslands í nágrenni við Öskju og Vísindagarða Háskólans. „ Fyrirhuguð starfsemi fellur einkar vel að starfsemi og stefnu Háskóla Íslands. Um er að ræða vettvang fyrir alþjóðlega og innlenda samræðu og samvinnu um málefni norðurslóða og þýðingu þeirra fyrir framtíð jarðarinnar. Jafnframt verður þetta öflugur vettvangur fyrir alþjóðlegt og innlent vísinda- og nýsköpunarsamstarf í þágu norðurslóða, loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar. Þetta er því í senn bæði áhugavert og spennandi," segir Jón Atli Benediktsson.
Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Reykjavík Háskólar Norðurslóðir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00 „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. 16. október 2021 10:00
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20