Hreini hugnaðist ekki að vinna með Brynjari í ráðuneytinu Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. desember 2021 16:53 Hreinn Loftsson sagði upp störfum sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar eftir aðeins tvær vikur í starfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist vera í viðræðum við Hrein Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, um að hann taki að sér sérverkefni fyrir ráðuneytið. Hann getur þó ekki tilgreint hver þau störf verði. Samkvæmt heimildum fréttstofu tengist uppsögn Hreins ráðningu Brynjars Níelssonar sem annan aðstoðarmann Jóns. Hreinn skrifaði status á Facebooksíðu sína í gærkvöldi þar sem hann undirstrikaði að það hafi verið mikill heiður að hafa tekið við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir rúmum tveimur árum, en nú ætli hann að leita á önnur mið. Var of fljótur að segja já „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,” sagði Hreinn í færslunni og fékk á hana fjölmörg læk frá fyrrverandi samstarfsmönnum sínum og stjórnmálafólki úr flestum flokkum. Brynjar Níelsson er að ljúka sinni annarri viku sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.Vísir/vilhelm Ekki hefur formlega fengist upplýst hvers vegna Hreinn sagði upp sem aðstoðarmaður Jóns, en samkvæmt heimildum fréttastofu hugnaðist Hreini ekki að vinna með Brynjari Níelssyni fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem einnig var ráðinn aðstoðarmaður ráðherra skömmu eftir Hreini. Gat ekki svarað því hvað Hreinn ætlar að gera Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á ráðherrann eftir ríkisstjórnarfund í morgun og spurði hann út í þessar vendingar í aðstoðarmannaliði sínu. Jón átti ekki skýr svör við því hvað stæði til að Hreinn mundi gera fyrir ráðuneytið. Jón Gunnarsson leitar nú að aðstoðarmanni til að starfa með sér og Brynjari Níelssyni. Vísir/Vilhelm „Hann vildi ekki vera fastráðinn til lengri tíma. Þá sjáum við til hvort við getum ekki nýtt krafta hans og reynslu í þágu verkefna hjá okkur ef um það semst.” Þannig að það er ekki alveg komið á hreint að hann muni gera það? „Við erum að ræða þessa hluti. Við erum bara að fara yfir þá. Þetta var bara að gerast hann tók þessa ákvörðun. Og þá höfum við rætt þetta í framhaldinu. Bara svo það sé á hreinu, þessi ákvörðun Hreins, við tökum hana í mikilli sátt. Það er að segja hann tekur hana í mikilli sátt við mig og á milli okkar er bara mjög gott.” Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. 17. desember 2021 12:18 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Hreinn skrifaði status á Facebooksíðu sína í gærkvöldi þar sem hann undirstrikaði að það hafi verið mikill heiður að hafa tekið við starfi aðstoðarmanns Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir rúmum tveimur árum, en nú ætli hann að leita á önnur mið. Var of fljótur að segja já „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,” sagði Hreinn í færslunni og fékk á hana fjölmörg læk frá fyrrverandi samstarfsmönnum sínum og stjórnmálafólki úr flestum flokkum. Brynjar Níelsson er að ljúka sinni annarri viku sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.Vísir/vilhelm Ekki hefur formlega fengist upplýst hvers vegna Hreinn sagði upp sem aðstoðarmaður Jóns, en samkvæmt heimildum fréttastofu hugnaðist Hreini ekki að vinna með Brynjari Níelssyni fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem einnig var ráðinn aðstoðarmaður ráðherra skömmu eftir Hreini. Gat ekki svarað því hvað Hreinn ætlar að gera Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á ráðherrann eftir ríkisstjórnarfund í morgun og spurði hann út í þessar vendingar í aðstoðarmannaliði sínu. Jón átti ekki skýr svör við því hvað stæði til að Hreinn mundi gera fyrir ráðuneytið. Jón Gunnarsson leitar nú að aðstoðarmanni til að starfa með sér og Brynjari Níelssyni. Vísir/Vilhelm „Hann vildi ekki vera fastráðinn til lengri tíma. Þá sjáum við til hvort við getum ekki nýtt krafta hans og reynslu í þágu verkefna hjá okkur ef um það semst.” Þannig að það er ekki alveg komið á hreint að hann muni gera það? „Við erum að ræða þessa hluti. Við erum bara að fara yfir þá. Þetta var bara að gerast hann tók þessa ákvörðun. Og þá höfum við rætt þetta í framhaldinu. Bara svo það sé á hreinu, þessi ákvörðun Hreins, við tökum hana í mikilli sátt. Það er að segja hann tekur hana í mikilli sátt við mig og á milli okkar er bara mjög gott.”
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. 17. desember 2021 12:18 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. 17. desember 2021 12:18
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53