Brynjari þykir skrítið hvernig Hreinn sagði bless Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2021 17:54 Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð til þess að Hreinn ákvað óvænt að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar en það gerði hann fljótlega eftir að þessi skopmynd Gunnars birtist í Fréttablaðinu. Vísir/vilhelm/gunnar karlsson Brynjar Níelsson segir að það hafi ekkert endilega komið sér á óvart að Hreinn Loftsson hafi viljað hætta sér við hlið sem annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar ráðherra. En honum þykir einkennilegt hvernig það bar að. „Þetta er hans ákvörðun og ef hann hefur ekki fundið sig við þessar aðstæður þá er það besta mál. Og þarf ekki að hafa neina eftirmála með það og maður óskar honum velfarnaðar. Engin óvild, hvorki við ráðherrann né mig. Hann hefur talið þetta rétt og þá er það þannig,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Kvaddi á Facebook Brynjar segir spurður að þetta hafi ekkert endilega komið sér á óvart. Hann hafi reiknað með því að hann myndi fylgja Jóni Gunnarssyni úr hlaði en ekkert endilega að hann yrði lengi. „Það eina sem kemur mér á óvart er hvernig þetta var gert,“ segir Brynjar og vísar til þess að Hreinn hafi ekki kvatt samstarfsfólk sitt persónulega heldur tilkynnt um þetta á Facebook. Hreinn segist hafa litið á það sem mikinn heiður og faglega áskorun þegar honum bauðst að verða aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Og málefni ráðuneytisins reyndust fjölmörg og spennandi. „Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ segir Hreinn á Facebook-síðu sinni. Brynjar lætur sér hvergi bregða Hvað það var nákvæmlega sem Hreinn komst að raun um liggur ekki fyrir en í frétt Vísis frá því fyrr í dag segir að Hreinn hafi hætt vegna þess að honum hafi ekki hugnast að starfa með Brynjari. Brynjar segir að menn verði að gera hlutina eins og þeir vilja gera þá. „Það truflar mig ekkert og alltaf verið ágætt milli okkar Hreins. Hann hefur bara ekki talið þetta henta sér eins og segir. Ég átti ekkert endilega von á að hann yrði þarna til eilífðar,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvernig skilja má síðustu setninguna í færslu Hreins. En þannig liggur ekki neitt fyrir hvað varð til þess að Hreinn sá sig um hönd, hvort það hafi verið fyrirsjáanleg læti og mótmæli vegna ráðningar Brynjars og/eða að hann hafi ekki viljað vera settur í það samhengi að tilheyra hópi þriggja síðmiðaldra hvítra kalla hópi út á við. Eins og teiknarinn Gunnar Karlsson sér það í meðfylgjandi teikningu sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn. En Hreinn kvaddi fljótlega eftir að hún birtist. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
„Þetta er hans ákvörðun og ef hann hefur ekki fundið sig við þessar aðstæður þá er það besta mál. Og þarf ekki að hafa neina eftirmála með það og maður óskar honum velfarnaðar. Engin óvild, hvorki við ráðherrann né mig. Hann hefur talið þetta rétt og þá er það þannig,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Kvaddi á Facebook Brynjar segir spurður að þetta hafi ekkert endilega komið sér á óvart. Hann hafi reiknað með því að hann myndi fylgja Jóni Gunnarssyni úr hlaði en ekkert endilega að hann yrði lengi. „Það eina sem kemur mér á óvart er hvernig þetta var gert,“ segir Brynjar og vísar til þess að Hreinn hafi ekki kvatt samstarfsfólk sitt persónulega heldur tilkynnt um þetta á Facebook. Hreinn segist hafa litið á það sem mikinn heiður og faglega áskorun þegar honum bauðst að verða aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Og málefni ráðuneytisins reyndust fjölmörg og spennandi. „Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ segir Hreinn á Facebook-síðu sinni. Brynjar lætur sér hvergi bregða Hvað það var nákvæmlega sem Hreinn komst að raun um liggur ekki fyrir en í frétt Vísis frá því fyrr í dag segir að Hreinn hafi hætt vegna þess að honum hafi ekki hugnast að starfa með Brynjari. Brynjar segir að menn verði að gera hlutina eins og þeir vilja gera þá. „Það truflar mig ekkert og alltaf verið ágætt milli okkar Hreins. Hann hefur bara ekki talið þetta henta sér eins og segir. Ég átti ekkert endilega von á að hann yrði þarna til eilífðar,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvernig skilja má síðustu setninguna í færslu Hreins. En þannig liggur ekki neitt fyrir hvað varð til þess að Hreinn sá sig um hönd, hvort það hafi verið fyrirsjáanleg læti og mótmæli vegna ráðningar Brynjars og/eða að hann hafi ekki viljað vera settur í það samhengi að tilheyra hópi þriggja síðmiðaldra hvítra kalla hópi út á við. Eins og teiknarinn Gunnar Karlsson sér það í meðfylgjandi teikningu sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn. En Hreinn kvaddi fljótlega eftir að hún birtist.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41