„Við erum bara með nýja veiru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 19:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
„Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent