Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. desember 2021 11:15 Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags. Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira