Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. desember 2021 11:15 Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags. Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent