Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 11:41 Kenny Sanford skoðar rústir íbúðar tengdamóður sinnar eftir óveðrið síðustu helgi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Mark Humphrey Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá. Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58
Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent