„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:59 Haukur Þrastarson hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót. Ólíklegt er að hann verði með á EM í næsta mánuði. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“ Pólski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“
Pólski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira