Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 22:00 Fjölskyldan er fjölmenn. aðsend Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram. Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram.
Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira