Bubbi segir ástandið orðið gersamlega, algjörlega og með öllu óþolandi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2021 17:31 Bubbi býr sig undir það að Willum Þór heilbrigðisráðherra fylgi línum Þórólfs og herði á öllum skrúfum. Það þýðir að engir Þorláksmessutónleikar verði frekar en í fyrra. vísir/vilhelm Löngu uppselt er á hefðbundna Þorláksmessutónleika tónlistarmannsins Bubba Morthens í Hörpu, 1.500 manns hafa keypt miða en Bubbi er nánast búinn að afskrifa tónleikana. „Tónleikarnir, blessaður. Ég er búinn að spila helling, ótrúlega gaman og ég mun streyma beint þó svo ég fái ekki að spila fyrir þá sem búnir að borga sig inn. Ég verð að taka það á kassann. En hins vegar er ástandið, að við skulum ekki vera búin að gera eitthvað marktækt í þessum málum, algerlega galið. En að því sögðu þá er ég bara í jólaskapi og kátur,“ segir Bubbi Morthens í samtali við fréttastofu. Kátur en samt búinn að missa þolinmælðina. Hann bendir á að ekki liggi fyrir hverjar aðgerðir verði en fastlega megi búast að þannig fari þetta, að hert verði á samkomutakmörkunum. Frétt Vísis um að minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra feli í sér tillögur um að samkomutakmarkanir verði skrúfaðar niður í 20 manna hámark hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að ýmsar skipulagðar uppákomur tengdar hátíðarhöldum, tónleikar og veislur, eru í uppnámi ef Willum Þór fylgir ráðleggingum Þórólfs, en til þessa hefur ríkisstjórnin fylgt línum sem sóttvarnarlæknir hefur lagt. Þórólfur stuðpúði stjórnvalda Bubbi segir að Þórólfur sé náttúrlega bara að vinna vinnuna sína. Og hafi að mestu verið samkvæmur sjálfum sér í því. Hann vilji banna. „Þetta er alltaf í höndunum á pólitíkusum. Og það skaðar þá ekki að geta sagst hafa gert eins og Þórólfur segir. Ég væri alveg til í að vera með svona stuðpúða í dæguramstrinu,“ segir Bubbi. Það vefst ekki fyrir honum, þó hann sé kátur og í jólaskapi, að setja á mikla ræðu um ástand sem hann segir að ekki sé hægt að búa við lengur. Bubbi segist mest hissa á því að ekki sé búið að leggja niður neina aðgerðaráætlun sem þá myndi felast í því að búa heilbrigðiskerfið undir það að taka á móti þessum fjölda sjúklinga sem menn telja að gæti þurft að leggja inn. „Við erum á sama stað og fyrir tveimur árum! Það ekki hægt að fela sig bak við það lengur að hún sé svona óútreiknanleg þessi veira. Við þá sem því halda fram má segja: Haltu kjafti og farðu að vinna.“ Óskiljanlegt að ekki sé heildstæð aðgerðaáætlun „Vandamálið er að pólitíkusarnir eru ekki að standa sig. stjórnmálamenn, þingmenn, ráðherrar. Við ættum að vera fyrir löngu búin að sameinast um það, í þessu litla landi, að til þess að geta tekist á við þetta ástand þurfum við að setja allt „power“ í heilbrigðiskerfið og að það sé í stakk búið að taka á móti þeim sem ef til vill þurfa að leggjast inn. Þetta er mér óskiljanlegt.“ Bubbi segir að þegar slitni strengur í gítarnum þá setji hann nýjan í. „Ég er algerlega stúmm á því hvernig pólitíkusar á Íslandi hafa brugðist við þessu ástandi. Það er að hafa ekki lagað heilbrigðiskerfið þannig að þjóðfélagið geti nokkurn veginn rúllað. Það hefur vel tekist til á ýmsum sviðum en trúðu mér; við eigum eftir að glíma við afleiðingarnar af þessu herða/slaka/herða/slaka, áratugi inn í hið ókomna. Þetta hefur áhrif á börnin okkar, allt fólk, alla sem lifa hér á landi og eru að ganga í gegnum þetta.“ Verið að svipta fólk frelsinu smátt og smátt Bubbi segir að hann hefði kosið að ekki væri gripið til neinna aðgerða núna fyrir jól og áramót. Svo geti menn gripið til þess sem þeir vilja grípa á nýju ári. Bubbi Morhens telur stjórnvöld, pólitíkusa, þingmenn og ráðherra hafa brugðist. Við erum enn í sömu sporum og fyrir tæpum tveimur árum, þegar Covid-faraldurinn gerði vart við sig.vísir/vilhelm Hann segir að hertar aðgerðir muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir listamenn, veitingamenn og fjölmarga aðra. En svo séu auðvitað stórir hópar sem þetta hafi engin háhrif á, þeir hafi sínar tekjur hvernig sem velkist og fer. „Svo þegar fólk er farið að tala þannig að þetta sé eðlilegt þá líst mér ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að láta svipta sig frelsi í smáskömmtum, stærri skömmtum – við eigum að tala um þetta. Ekkert eðlilegt við það að vera með grímu. Nema þú sért bankaræningi. Ekkert eðlilegt við það að vera þríbólusettur og þurfa að fara í sóttkví. Danir voru að segja í gær að þríbólusett fólk þurfi ekki í sóttkví,“ segir Bubbi Morthens. Honum þykir ekki ólíklegt að yfirvöld séu búin að missa salinn eins og sagt er, eða klefann svo gripið sé til líkingarmáls úr heimi íþróttanna sem heilbrigðisráðherra þekkir svo vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tónlist Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Tónleikarnir, blessaður. Ég er búinn að spila helling, ótrúlega gaman og ég mun streyma beint þó svo ég fái ekki að spila fyrir þá sem búnir að borga sig inn. Ég verð að taka það á kassann. En hins vegar er ástandið, að við skulum ekki vera búin að gera eitthvað marktækt í þessum málum, algerlega galið. En að því sögðu þá er ég bara í jólaskapi og kátur,“ segir Bubbi Morthens í samtali við fréttastofu. Kátur en samt búinn að missa þolinmælðina. Hann bendir á að ekki liggi fyrir hverjar aðgerðir verði en fastlega megi búast að þannig fari þetta, að hert verði á samkomutakmörkunum. Frétt Vísis um að minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra feli í sér tillögur um að samkomutakmarkanir verði skrúfaðar niður í 20 manna hámark hefur vakið mikla athygli. Ljóst er að ýmsar skipulagðar uppákomur tengdar hátíðarhöldum, tónleikar og veislur, eru í uppnámi ef Willum Þór fylgir ráðleggingum Þórólfs, en til þessa hefur ríkisstjórnin fylgt línum sem sóttvarnarlæknir hefur lagt. Þórólfur stuðpúði stjórnvalda Bubbi segir að Þórólfur sé náttúrlega bara að vinna vinnuna sína. Og hafi að mestu verið samkvæmur sjálfum sér í því. Hann vilji banna. „Þetta er alltaf í höndunum á pólitíkusum. Og það skaðar þá ekki að geta sagst hafa gert eins og Þórólfur segir. Ég væri alveg til í að vera með svona stuðpúða í dæguramstrinu,“ segir Bubbi. Það vefst ekki fyrir honum, þó hann sé kátur og í jólaskapi, að setja á mikla ræðu um ástand sem hann segir að ekki sé hægt að búa við lengur. Bubbi segist mest hissa á því að ekki sé búið að leggja niður neina aðgerðaráætlun sem þá myndi felast í því að búa heilbrigðiskerfið undir það að taka á móti þessum fjölda sjúklinga sem menn telja að gæti þurft að leggja inn. „Við erum á sama stað og fyrir tveimur árum! Það ekki hægt að fela sig bak við það lengur að hún sé svona óútreiknanleg þessi veira. Við þá sem því halda fram má segja: Haltu kjafti og farðu að vinna.“ Óskiljanlegt að ekki sé heildstæð aðgerðaáætlun „Vandamálið er að pólitíkusarnir eru ekki að standa sig. stjórnmálamenn, þingmenn, ráðherrar. Við ættum að vera fyrir löngu búin að sameinast um það, í þessu litla landi, að til þess að geta tekist á við þetta ástand þurfum við að setja allt „power“ í heilbrigðiskerfið og að það sé í stakk búið að taka á móti þeim sem ef til vill þurfa að leggjast inn. Þetta er mér óskiljanlegt.“ Bubbi segir að þegar slitni strengur í gítarnum þá setji hann nýjan í. „Ég er algerlega stúmm á því hvernig pólitíkusar á Íslandi hafa brugðist við þessu ástandi. Það er að hafa ekki lagað heilbrigðiskerfið þannig að þjóðfélagið geti nokkurn veginn rúllað. Það hefur vel tekist til á ýmsum sviðum en trúðu mér; við eigum eftir að glíma við afleiðingarnar af þessu herða/slaka/herða/slaka, áratugi inn í hið ókomna. Þetta hefur áhrif á börnin okkar, allt fólk, alla sem lifa hér á landi og eru að ganga í gegnum þetta.“ Verið að svipta fólk frelsinu smátt og smátt Bubbi segir að hann hefði kosið að ekki væri gripið til neinna aðgerða núna fyrir jól og áramót. Svo geti menn gripið til þess sem þeir vilja grípa á nýju ári. Bubbi Morhens telur stjórnvöld, pólitíkusa, þingmenn og ráðherra hafa brugðist. Við erum enn í sömu sporum og fyrir tæpum tveimur árum, þegar Covid-faraldurinn gerði vart við sig.vísir/vilhelm Hann segir að hertar aðgerðir muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir listamenn, veitingamenn og fjölmarga aðra. En svo séu auðvitað stórir hópar sem þetta hafi engin háhrif á, þeir hafi sínar tekjur hvernig sem velkist og fer. „Svo þegar fólk er farið að tala þannig að þetta sé eðlilegt þá líst mér ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að láta svipta sig frelsi í smáskömmtum, stærri skömmtum – við eigum að tala um þetta. Ekkert eðlilegt við það að vera með grímu. Nema þú sért bankaræningi. Ekkert eðlilegt við það að vera þríbólusettur og þurfa að fara í sóttkví. Danir voru að segja í gær að þríbólusett fólk þurfi ekki í sóttkví,“ segir Bubbi Morthens. Honum þykir ekki ólíklegt að yfirvöld séu búin að missa salinn eins og sagt er, eða klefann svo gripið sé til líkingarmáls úr heimi íþróttanna sem heilbrigðisráðherra þekkir svo vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tónlist Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira