Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 20:15 Barcelona ætlar sér að ráðast í endurbætur á Camp Nou. vísir/getty Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira