Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Lögreglan tilkynnti svo klukkan 22:34 að Almar hafi fundist látinn.
Kafarar á vegum köfunardeildar Landhelgisgæslunnar staðfestu um níuleytið að um væri að ræða gráan Chevrolet Spark bílaleigubíll sem talið var að Almar hafi verið á áður en hann hvarf. Lögregla er áfram að störfum á vettvangi.

Víðtæk leit hefur staðið yfir að Almari eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum í gær. Skúli sagði fyrr í dag að fáar vísbendingar hafi komið fram í máli Almars og leitarsvæðið því náð til Suðvesturhornsins, Suðurnesja og austur fyrir fjall.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag á meðan bjart var og þá var notast við dróna. Björgunarsveitir tóku sömuleiðis þátt í leitinni ásamt fjölda almennra borgara.
Skúli ræddi stöðu leitarinnar í fréttum Stöðvar 2 á sjöunda tímanum í kvöld.
Fréttin hefur verið uppfærð.