Stjarna liðsins borgaði bjórinn sem áhorfandi sullaði út af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 16:01 Dylan Larkin fagnar marki með félögum sínum í Detroit Red Wings. AP/Paul Sancya Íshokkíleikmaðurinn Dylan Larkin fékk samviskubit eftir smá óhapp í upphitun fyrir leik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hefur fengið athygli fyrir hugulsemi sína gagnvart áhorfenda á leik sem hann spilaði. Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Íshokkí Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings)
Íshokkí Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira